Ég ætla að vera fáránlega bjartsýn
Þrennt sem ég elska í dag.
*Hádegisfyrirlestur um loftslagsmál: Stökk í átt að sjálfbærni eftir Covid-19!
Já takk!
Undanfarna daga hef ég verið pínu uggandi, um að allt ætli að fara á fullt á hraðferð í fyrra far. Þar sem þetta ótrúlega einstaka tækifæri til að draga lærdóm og setja áhersluna á framsýnar umhverfisvænar aðgerðir í ferðaþjónustu, neyslu, samgöngumálum og efnahagsmálum almennt, fari forgörðum.
Í meira en ár hefur unga fólkið í landinu mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Kórónuveiran hefur gefið okkur nýja sýn og við höfum nú tækifæri til að gera róttækar aðgerðir í átt að grænu hagkerfi.
Hafþór Ægir, verkfræðingur talaði um sjálfbær fyrirtæki og fjármagn og hvað við getum gert með í daglegu lífi. Nefndi sem dæmi, til viðbótar við það sem við þekkjum s.s. vistvænir ferðamátar, minnka kjötát, fækka utanlandsferðum o.s.frv. væru ábyrgar fjárfestingar og sparnaður í sjálfbæra sjóði, s.s. lífeyrirssjóði eða verðbréfasjóði. Þar getum við hafið samtal við banka og sjóði um hvernig þeir beita því fjármagni í ábyrgar og grænar fjárfestingar.
Þá var rætt um að við þurfum að skapa sjálfbæra framtíðarsýn í ferðaþjónustu. Við þurfum að nota tækifærið til að skipuleggja kerfisbundið hvernig við verndum náttúruna á sama tíma og við bjóðum fólki heim, sem er líka tilbúið og vill koma, á þeim umhverfisvænu forsendum sem við setjum. Að bæta og treysta fallega umhverfisvæna ferðamáta í sátt við umhverfið og samfélagið. Að tvinna saman upplifun, fræðslu, umhverfisvernd og mannlíf.
Endilega takið frá tíma til að hlusta! Fræðum okkur, skoðum okkar eigin neyslu og finnum hvar við getum haft áhrif.
Loftslagsverkfall - Fridays for Future Ísland á facebook
**Jógabíllinn
Elska þetta koncept. Ef þetta væri rafrúta, þá væri þetta eintómt bliss ímynda ég mér.
https://www.facebook.com/jogabillinn
***Hugleiðsluhópar
Það eru allir að hugleiða. Í mínu fb echo-chamber er það kannski sérstaklega áberandi EN það er samt augljóslega einhver þörf núna og vakning í gangi. Það rímar fullkomlega við þessa þrá eftir útiveru og tengingu við náttúruna. Við þurfum að huga að andlegri, óttinn og óvissan var mjög íþyngjandi á meðan á samkomubanninu stóð. En núna eru breyttir tímar, sem eru ekki síður krefjandi á annan hátt. Þá þurfum við að anda djúpt og staldra við. Ég ætla að reyna að fara ekki framúr mér allavegana.
Stay tuned, to yourself haha.