Kokoro
Rólegir jógatímar með áherslu á teygjur og slökun.
Krakkajóga, stuð og slökun.
Gaurajóga.
Jóga fyrir heldri borgara.
Nærandi jógatímar í stólum og á gólfi þar sem boðið verður upp á rólegar æfingar.
Farið er hægt og rólega í æfingarnar og unnið með styrk, liðleika, teygjur, öndun og jafnvægi. Tekið er mið af hreyfigetu og þörfum hvers og eins.
Jóga fyrir geðheilsu.
Útivistar-jóga.
Jóga sem hentar vel í gönguferðum, fjallgöngum, hjólaferðum.
Hugleiðsla.
Öndunar- og hugleiðsluæfingar sem henta byrjendum, s.s. leiddar hugleiðslur, hugleiðslur með möntrum, hugleiðslur með tjáningu (e. expressive meditation).
Jóga og hugleiðsla hefur jákvæð áhrif á sjálfstraust, jafnvægi og einbeitingu.
Með því að verða meðvitaðri um hugsanir okkar, öðlumst við færni í að greina þær sem gagnast okkur frá hinum.
Hvað þýðir Kokoro?
Kokoro þýðir hjarta á japönsku en það er ekki einungis líffræðilega hjartað sem er átt við, heldur hið vitra hjarta. Þegar við segjum ,,hlustaðu á hjartað þitt” þá erum við að taka um kokoro. Þetta er hjartað sem við tengjumst með því að styrkja innsæið okkar, sem tengir vitsmuni hugans og tilfinningar. Í Kokoro er markmiðið að tengjast þessu innsæi með hugleiðslu, öndun og jóga.
Endilega skráðu þig á póstlistann hér fyrir neðan til að fylgjast með og kynntu þér Kórónuhugleiðslurnar.
Hvað er að frétta?
Skráðu þig á póstlistann til að fá tilkynningar um viðburði og nýtt efni.