Um mig – Elín Vigdís (Lína)

Ég er lögfræðingur, mannfræðingur og jógakennari með sérhæfingu í mannréttindum og geðheilbrigðismálum. Ég hef starfað á sviði flóttamannamála, kennt jóga og hugleiðslu fyrir fjölbreytta hópa – m.a. á geðdeild, í fangelsi og með börnum og ungmennum – og tekið virkan þátt í baráttu fyrir bættum skilningi og þjónustu við einstaklinga með átraskanir.

Ég er í námi við Leadership Academy í Yale-háskóla og hef lokið nýsköpunarhraðlinum Snjallræði þar sem ég þróaði hugmynd að nýju úrræði fyrir fólk með reynslu af átröskunum. Ég er einnig formaður samtakanna SÁTT, sem vinna að stuðningi, fræðslu, réttindabaráttu og sýnileika í þessum mikilvæga málaflokki.
www.atroskun.is

Ég elska að miðla, halda erindi og vekja athygli á málinu með frumlegum hætti – í viðtölum, pistlum og samtali. Ég er opin fyrir áhugaverðum og skapandi samstarfsverkefnum með fólki sem brennur fyrir samfélagsbreytingum.

Bakgrunnur minn er fjölbreyttur – ég ólst upp í mörgum löndum, nam í Kosta Ríka og Indlandi, og hef lokið fjölbreyttum námskeiðum í jóga og hugleiðslu. Ég sameina nú þessi svið í starfi mínu: líkamlega, sálræna og félagslega heildarsýn á bata og sjálfsvitund.